Bak við hafið
Auðn og myrkur! - Aldan stynur
ömurleg við kaldan sand.
Bak við hafið, bak við hafið
bíður fagurt draumaland.
Og hann sigldi út á hafið,
ólmur vindur þandi voð.
Skjótt gekk ferð - á firði miðjum
feigðaraldan hvolfdi gnoð.
Kuldalega báran byltir
bleiku líki upp við sand.
Bak við hafið, bak við hafið
bíður fagurt draumaland.
ömurleg við kaldan sand.
Bak við hafið, bak við hafið
bíður fagurt draumaland.
Og hann sigldi út á hafið,
ólmur vindur þandi voð.
Skjótt gekk ferð - á firði miðjum
feigðaraldan hvolfdi gnoð.
Kuldalega báran byltir
bleiku líki upp við sand.
Bak við hafið, bak við hafið
bíður fagurt draumaland.