

Hunangsflugan blóm af blómi
bjartan flaug um sumardag,
hitti fjólu á haugi eina,
henni flutti ástarbrag.
Maðkaflugum fannst það skrítið
að fjólan, þessi tildursmíð,
hlyti söng - og sögðu reiðar:
Svona ljóð er þjóðarníð!
Jötunuxinn hafði heyrt það.
„Heyrið“, sagði'ann, „annað lag“!
Hóf svo söng um haugsins gæði
helgan feðra-mykjubrag.
Hrifnar allar haugsins flugur
hlustuðu á hans mykjuóð:
Þetta er köllun, þarna er andi.
Þessi kann að yrkja ljóð!
Hvert hans orð er eins og meitlað
út úr vorum mykju-daun,
ættlands prýði, haugsins heiður
hljóttu þökk - og skáldalaun!
bjartan flaug um sumardag,
hitti fjólu á haugi eina,
henni flutti ástarbrag.
Maðkaflugum fannst það skrítið
að fjólan, þessi tildursmíð,
hlyti söng - og sögðu reiðar:
Svona ljóð er þjóðarníð!
Jötunuxinn hafði heyrt það.
„Heyrið“, sagði'ann, „annað lag“!
Hóf svo söng um haugsins gæði
helgan feðra-mykjubrag.
Hrifnar allar haugsins flugur
hlustuðu á hans mykjuóð:
Þetta er köllun, þarna er andi.
Þessi kann að yrkja ljóð!
Hvert hans orð er eins og meitlað
út úr vorum mykju-daun,
ættlands prýði, haugsins heiður
hljóttu þökk - og skáldalaun!