Um sögur/sagnaleysi
Þeir hafa allir skrifað. Það sem
þeir skrifa eru hugrenningar
og áróður.
En þegar hnefi ritstíflunnar
rekst niður í kok á þeim
er ekkert að gera nema að
deyja.
Það er líka hægt að
skrifa um það.
Væmna klisju.  
Eyrún
1982 - ...


Ljóð eftir Eyrúnu

Ógn
Hallæri (Ég elska þig þegar ég þarf á þér að halda)
Morgunsár
Leyndardómur hamingjunnar
Fyrsta staka
Önnur staka
Þekki ég þig?
Við
Um sögur/sagnaleysi
Þú
Sprengja (11.sept.´01)
Modernir tímar
Konan í strætóskýlinu
Sigling
Með augun lokuð
Tálar málaðar
Dáin