

Þú, ert mér allt, ég get fengið
þig til að loga af ást til mín
með einu handtaki
-Og þú logar, þráir mig.
Án allrar vitleysu,
misskilnings og rifrildis.
Ég hef fullkomið vald
yfir þér, þú ert peð
í höndum mér en ég
misnota ekki vald mitt.
Því ekkert í heiminum kemur í þinn stað.
-Og þú logar, þráir mig.
Þrá þín brennir þig upp þar til þú
verður að engu, fuðrar upp sem
reykský.
-Og þú logar, þráir mig allt þar til
ég ákveð að slökkva í þér.
Þegar þú ert farinn sakna ég þín.
þig til að loga af ást til mín
með einu handtaki
-Og þú logar, þráir mig.
Án allrar vitleysu,
misskilnings og rifrildis.
Ég hef fullkomið vald
yfir þér, þú ert peð
í höndum mér en ég
misnota ekki vald mitt.
Því ekkert í heiminum kemur í þinn stað.
-Og þú logar, þráir mig.
Þrá þín brennir þig upp þar til þú
verður að engu, fuðrar upp sem
reykský.
-Og þú logar, þráir mig allt þar til
ég ákveð að slökkva í þér.
Þegar þú ert farinn sakna ég þín.