Þú
Þú, ert mér allt, ég get fengið
þig til að loga af ást til mín
með einu handtaki
-Og þú logar, þráir mig.
Án allrar vitleysu,
misskilnings og rifrildis.
Ég hef fullkomið vald
yfir þér, þú ert peð
í höndum mér en ég
misnota ekki vald mitt.
Því ekkert í heiminum kemur í þinn stað.
-Og þú logar, þráir mig.
Þrá þín brennir þig upp þar til þú
verður að engu, fuðrar upp sem
reykský.
-Og þú logar, þráir mig allt þar til
ég ákveð að slökkva í þér.
Þegar þú ert farinn sakna ég þín.  
Eyrún
1982 - ...


Ljóð eftir Eyrúnu

Ógn
Hallæri (Ég elska þig þegar ég þarf á þér að halda)
Morgunsár
Leyndardómur hamingjunnar
Fyrsta staka
Önnur staka
Þekki ég þig?
Við
Um sögur/sagnaleysi
Þú
Sprengja (11.sept.´01)
Modernir tímar
Konan í strætóskýlinu
Sigling
Með augun lokuð
Tálar málaðar
Dáin