

Ég lít í kringum mig...
einhvern tímann á þessi
síjórtrandi og sljóa,
svitastorkna og sjálfdauða,
síríðandi og skvaldrandi,
tískueltandi og tækifærissinnaða,
taugaveiklaða og tilkippilega,
innantóma og eyðilagða,
heiladauða kynslóð eftir að verða
foreldrar.
einhvern tímann á þessi
síjórtrandi og sljóa,
svitastorkna og sjálfdauða,
síríðandi og skvaldrandi,
tískueltandi og tækifærissinnaða,
taugaveiklaða og tilkippilega,
innantóma og eyðilagða,
heiladauða kynslóð eftir að verða
foreldrar.