

Ég sigli í höfn hjá þér
undir fölsku flaggi.
Landa persónuleika mínum
á bryggju hugar þíns.
Fæ að skýla mér hjá þér
þegar það er bræla í
lífi mínu.
Hrædd um að þú takir af
mér kvótann ef þú kæmist
að því hver ég er í raun
undir fölsku flaggi.
Landa persónuleika mínum
á bryggju hugar þíns.
Fæ að skýla mér hjá þér
þegar það er bræla í
lífi mínu.
Hrædd um að þú takir af
mér kvótann ef þú kæmist
að því hver ég er í raun