Út í loftið
Ljóðið liggur í makindum í bókinni,
breitt yfir það af blaðsíðum,
og ég tek af því sængina,
sleiki það upp oní maga
og læt það svo svífa
út og á ósýnilegan striga
beint fyrir framan sjálfa mig
og þið sem á hlýðið
- horfið
á myndina birtast af munnvarpanum

ihs
 
Ingunn Huld Sævarsdóttir
1983 - ...


Ljóð eftir Ingunni Huld Sævarsdóttur

Skin og skúrir
Haust
Besta jólagjöfin
Út í loftið
Veröld vorsins
Ræktin
Að taka við
Snjókorn falla
Má ég bjóða þér í te?
Með sumar í hjarta
,,Í kvöld...
Á óvart