Veröld vorsins
Bjarta veröld vorsins rís á fætur
veltir sér úr fleti, eftir langa
hvíld sem varði nokkuð margar nætur,
nuddar úr sér stírur, strýkur vanga.

Stendur upp og stekkur út í daginn
stálpuð, hress og ungleg nú sem áður.
Vetur gamli hokinn, hress en laginn
úr huga okkar nú um stund er máður.

Allt til sumars full af þrótti þreyjum
þess er ekki allt of langt að bíða
tilhlökkunin sem í barnsins barmi

Senn mun vakna sægur af flugugreyjum
síðan hratt mun draumaveröld líða
en fyrir sumar lifnar vorsins varmi.
ihs
 
Ingunn Huld Sævarsdóttir
1983 - ...


Ljóð eftir Ingunni Huld Sævarsdóttur

Skin og skúrir
Haust
Besta jólagjöfin
Út í loftið
Veröld vorsins
Ræktin
Að taka við
Snjókorn falla
Má ég bjóða þér í te?
Með sumar í hjarta
,,Í kvöld...
Á óvart