

Þegar snjórinn breiddist yfir
bíla og alla borg
var eins og fólk vogaði sér
ekki að tala.
Þögnin bjó kannski í snjónum,
...og þó ekki – því litlu börnin
sem gripu hann með tungunni
skríktu og hlógu hástöfum
- svo kannski bjó gleðin í honum.
Einhverjir vopnuðust hvítum kúlum
miðuðu, skutu, hittu
eða fóru framhjá
-þó fór ekki framhjá neinum
að núna var
vetur í Reykjavík.
ihs
bíla og alla borg
var eins og fólk vogaði sér
ekki að tala.
Þögnin bjó kannski í snjónum,
...og þó ekki – því litlu börnin
sem gripu hann með tungunni
skríktu og hlógu hástöfum
- svo kannski bjó gleðin í honum.
Einhverjir vopnuðust hvítum kúlum
miðuðu, skutu, hittu
eða fóru framhjá
-þó fór ekki framhjá neinum
að núna var
vetur í Reykjavík.
ihs