Snjókorn falla
Þegar snjórinn breiddist yfir
bíla og alla borg
var eins og fólk vogaði sér
ekki að tala.
Þögnin bjó kannski í snjónum,
...og þó ekki – því litlu börnin
sem gripu hann með tungunni
skríktu og hlógu hástöfum
- svo kannski bjó gleðin í honum.
Einhverjir vopnuðust hvítum kúlum
miðuðu, skutu, hittu
eða fóru framhjá
-þó fór ekki framhjá neinum
að núna var
vetur í Reykjavík.
ihs

 
Ingunn Huld Sævarsdóttir
1983 - ...


Ljóð eftir Ingunni Huld Sævarsdóttur

Skin og skúrir
Haust
Besta jólagjöfin
Út í loftið
Veröld vorsins
Ræktin
Að taka við
Snjókorn falla
Má ég bjóða þér í te?
Með sumar í hjarta
,,Í kvöld...
Á óvart