Morgunást
Ég horfi á þig
og úr fjarlægð ertu fögur
sem fjallstoppur sem gnæfir yfir hæðir
og dali.
En í nálægð ertu mér innan seilingar
svo ég get snert silki þitt
andað að mér súrefni þínu
neytt líkama þíns.
Í morgunsárið sný ég mér
og gef þér koss minn
og vangi þinn er svo þýður
og reiðubúinn að taka kossinn.
Ég horfi í þetta tæra vatn
sem eru augu þín
og ég get ekki annað en elskað
í gegnum þessi augu
og þessar hendur.
Hjartslátturinn fyllir mig þrá
eftir nýjum morgni
nýjum kossi
nýju frelsi í þér
og úr fjarlægð ertu fögur
sem fjallstoppur sem gnæfir yfir hæðir
og dali.
En í nálægð ertu mér innan seilingar
svo ég get snert silki þitt
andað að mér súrefni þínu
neytt líkama þíns.
Í morgunsárið sný ég mér
og gef þér koss minn
og vangi þinn er svo þýður
og reiðubúinn að taka kossinn.
Ég horfi í þetta tæra vatn
sem eru augu þín
og ég get ekki annað en elskað
í gegnum þessi augu
og þessar hendur.
Hjartslátturinn fyllir mig þrá
eftir nýjum morgni
nýjum kossi
nýju frelsi í þér