Morgunást
Ég horfi á þig
og úr fjarlægð ertu fögur
sem fjallstoppur sem gnæfir yfir hæðir
og dali.
En í nálægð ertu mér innan seilingar
svo ég get snert silki þitt
andað að mér súrefni þínu
neytt líkama þíns.

Í morgunsárið sný ég mér
og gef þér koss minn
og vangi þinn er svo þýður
og reiðubúinn að taka kossinn.
Ég horfi í þetta tæra vatn
sem eru augu þín
og ég get ekki annað en elskað
í gegnum þessi augu
og þessar hendur.

Hjartslátturinn fyllir mig þrá
eftir nýjum morgni
nýjum kossi
nýju frelsi í þér  
Hjörtur
1973 - ...


Ljóð eftir Hjört

Dans í ljósi eldsins
Þú ert
Tár handa þér
Umheimurinn og ég
Tár skýjanna
Þú átt mig ein
Vetur konungur
Ástin
Frelsun
Ljós myndar líf
Láttu ekki bugast
Look at her !
Týndur vinur
Smáauglýsing
Smáauglýsing II
Ást í meinum
#(ótitlað)
Fegurðin
Summer breeze
Lost Sjíp
Hver ?
Ófétans vindurinn!
Galdurinn
Ferköntuð viska
Hin eilífa leit af sjálfum sér
Guðaleikir.
Stjarnan
Berskjaldaður
Hamingjan
Veggur
Um Börnin mín
Ljóð af ljóði
Ljóðleysingi
Ástarboði
Blóðflæði
Morgunást
Kaffi og hamingja
Hindrun
Ögrun
Skilaboð