

Menn og konur vísast sváfu vært
varla sáu það sem fyrir bar.
Ótal hnettir, skinu margir skært
skrautleg himinhvelfing var.
Norðurljósin sýndu listir sínar
liðu hratt í bylgjum hátt.
Tendruðu líka tilfinningar mínar
og töldu í mig hulinn mátt.
varla sáu það sem fyrir bar.
Ótal hnettir, skinu margir skært
skrautleg himinhvelfing var.
Norðurljósin sýndu listir sínar
liðu hratt í bylgjum hátt.
Tendruðu líka tilfinningar mínar
og töldu í mig hulinn mátt.