Í nótt
Menn og konur vísast sváfu vært
varla sáu það sem fyrir bar.
Ótal hnettir, skinu margir skært
skrautleg himinhvelfing var.

Norðurljósin sýndu listir sínar
liðu hratt í bylgjum hátt.
Tendruðu líka tilfinningar mínar
og töldu í mig hulinn mátt.  
Geir Thorsteinsson
1948 - ...


Ljóð eftir Geir Thorsteinsson

Hauststemma
Í nótt
Vorkoma
Ljóðstafir
Nútíminn
Dagrenning
Veiðiferð
Stökur um ást
Morgunn
Tjörnin mín heima
Kattartilvera
Haustvísur
Jólin koma
Vorið er komið