Þau bíða.
Djúpt niður í jörðu
Það bítur, bramlar, nagar
Hátt upp í himninum
Það öskrar, kallar, slær.

Óvættirnar tvær
Ein djúpt í jörðu niðri
Önnur hátt á himni uppi
Níu heimar liggja á milli

Snöggur & snar
Hann hleypur
Niður til eins
Og upp til annars
Með fréttir, hallmæli
Og níðandi kvæði.

Þrjár eru systur
Allt þær sjá, allt þær vita
Þær vita hvað!?
Þær vita hvernig!?
Þær vita hvenær!?
En ekkert leyfast að segja.

Öll eru þau sex
Föst á einum stað
Við askinn þau bíða
Láta tíman líða
Eftir hverju þau bíða??
........................................
Þau bíða eftir ragnarrökum
 
Sigurrós ósk
1991 - ...


Ljóð eftir Sigurrós

Hve unaðsleg er ást.
Ying og Yang.
Tollurinn.
Syngur Lorelei.
Sorgar söngur.
Sárt og sætt að muna.
Djúpinn dimm.
Dimmuborgir.
Beittar nálar.
Þau bíða.
Í kirkjugarði.
Þú ert ekki ein.
Örn, Dreki, risi og naut.
Frænka mín Jórunn.
Heimferðinn.
Grímur og skeljar.
Sefur Lorelei.
Trúarorð
Álfar
Úlfareiðinn
Spákonufell
Öskurhljóð
Minning til vinar
Hátt og látt
Sjávar söngur
Þau eru farin úr okkar heim\'.