

Dúaðu, fugl minn, undir fæti mínum
þó braki
og hjartað bresti við súluna, dúaðu.
Og þótt fuglsandinn
skreppi úr léttum kroppi, dúaðu,
því morgundaginn flýgur þú
í uppstreymisallsnægtum paradísarfuglanna.
þó braki
og hjartað bresti við súluna, dúaðu.
Og þótt fuglsandinn
skreppi úr léttum kroppi, dúaðu,
því morgundaginn flýgur þú
í uppstreymisallsnægtum paradísarfuglanna.