

Á vorbjartri nóttu þú nærðist á frið
vogurinn færði þér himnanna svið,
læddist svo kátur um klettanna skjól,
kyrrðin hún speglaðist á álfahól.
Hann gladdi þig ávalt og gaf þér svo margt,
geystist um hugann og allt var svo bjart.
Leiddi þig áfram um æskunnar land
Umvafinn ljóma, sjó og sand.
Þótt hverfirðu á braut hann horfir til þín
með hugsun til baka í hjartanu skín
Tindurinn sagði mér, treystu á þann
sem færði þér tímann, fóstraði og ann.
vogurinn færði þér himnanna svið,
læddist svo kátur um klettanna skjól,
kyrrðin hún speglaðist á álfahól.
Hann gladdi þig ávalt og gaf þér svo margt,
geystist um hugann og allt var svo bjart.
Leiddi þig áfram um æskunnar land
Umvafinn ljóma, sjó og sand.
Þótt hverfirðu á braut hann horfir til þín
með hugsun til baka í hjartanu skín
Tindurinn sagði mér, treystu á þann
sem færði þér tímann, fóstraði og ann.