Með sumar í hjarta
Hann breiðir teppið yfir tún og engi, ryksugar það með rokinu
og bróderar á það baldursbrár og fífla.
Tjaldar svo himninum og tyllir hælunum laust
í mjúka jörðina
svo sólin fer frjáls ferða sinna
daga og nætur.
Af alúð úðar hann vellyktandi yfir fjöll og dali og skóga
og einmitt í þeim,
trekkir hann upp fuglasönginn
sem ég vakna við svo ljúft
og sofna við svo friðsælan sumarið á enda.
Með tánum tel ég dagana sem eftir eru af sumri og baða mig í þeim og nýt.
ihs
og bróderar á það baldursbrár og fífla.
Tjaldar svo himninum og tyllir hælunum laust
í mjúka jörðina
svo sólin fer frjáls ferða sinna
daga og nætur.
Af alúð úðar hann vellyktandi yfir fjöll og dali og skóga
og einmitt í þeim,
trekkir hann upp fuglasönginn
sem ég vakna við svo ljúft
og sofna við svo friðsælan sumarið á enda.
Með tánum tel ég dagana sem eftir eru af sumri og baða mig í þeim og nýt.
ihs