

Bráðum kemur sumarblóð í æðar mínar.
það mun leika sér í fingrum mínum
það mun leika sér í augum mínum
það mun leika sér, það mun leika sér
o hó
það mýkir vefi
það herðir vefi (úps)
og þenur taugar
Allt um vefur sumarblóðið.
upp vaxa hugarmyndir og blómstra
upp spretta gleðimyndir í hugskoti
upp fer sálin á ferð og flug
með ólgandi kroppnum
Bara í sumar, bara í sumar
svo kemur vetrarblóðið
það er öðruvísi
Ásgeir Beinteinsson
19. júní 2008