Ósagður
Spennan er horfin og þráðurinn liggur, aðeins tvær manneskjur sem áður þekktust. Bak í bak en áður – Leiðin liggur í burt og á brott skal fara. Hvert? Skiptir ekki máli. Leiðin liggur suður og norður og aldrei nær. Við skildum hálendið eftir og auðn en á milli þúfu og steins... Þögn verndar og orðin skera svo sár er okkar hjúpur að eitt högg kann deyða. Og þú þegir. Við bæði bíðum en eftir hverju veit enginn nema þeir sem kringum standa og þeir gefa engin merki eftir að hann fór og hvarf milli steins og þúfu.
Við gleymdum einhverju sagði ég, hljóður.
En þú þagðir í örvæntingu.
Við gleymdum einhverju sagði ég, hljóður.
En þú þagðir í örvæntingu.