Draumar
Ég býð þér út í vorloftið meðan það snjóar enn. Á milli snjókornanna bendi ég á regnbogann sem gægist á milli fullkominna kristalla. Ég sé spegilmynd af vörum þínum í snjónum. Fell sem engill niður í snjó. Hvítur, léttur snjórinn vefur utan um mig og ég sé heiminn í öðru ljósi. Ég er engill. Loka augunum og ímynda mér fiðrildaflögr sem táknmynd léttúðar minnar gagnvart himninum. Snjórinn þyrlast af mér líkt og ryk. Sólin brosir í tönnunum mínum, hvítari en snjórinn. Ég snýst í hringi meðan ég hverf upp á við á vit snæviþaktra regnboga brosmildra himneskra sólsetra. Mig dreymir hugmyndir. Þær flögra niður með snjókornunum og verða að sínum eigin heimum. Í snjóhúsi krakkanna niðri á götunni tel ég mína eigin drauma. Og mig dreymir...
Ég vil vera vængjaður líkt og fiðrildi frekar en fugl. Munstraður eins og haustlitir í tvílitu myrkri. Mánin lítur vinalega niður til mín í hálfkæringi, óvisst um framtíð sína. Loftið hrýslast í greinum trjánna. Tætist á meðan það smýgur um hálsmálið mitt með snjónum. Ég hverf undir þunga horfins vetrar. Ég leggst í dvala og vakna aldrei upp aftur. Ég legst í dvala og dey hægt á meðan ég fylgist með öllum. Ég legst í dvala rétt á meðan ég lifi. Og mig dreymir...
Ég er viss. Tárin eru líkt og kort yfir horfnar sorgir mínar, frosin í minningunni, varðveitt til framtíðar. Ég tel þær í huganum með snertingu fingra minna. Kinnin mín er dofin. Hún virðist vera þykkt leður, hluti af einhverju öðru en sjálfum mér. Hluti af öðrum en mér. Tárin brotna. Ég býst ekki við öðru en glætum þegar vonin er horfin. Glætur úr lífi annarra og brot. Ég fylgist með því meðan ég loka augunum, dreymi endurtekna drauma þeirra blindu. Svört áferð myrkursins vefur hulu utan um höfuð mitt. Yfirþyrmandi er eina sem ég upplifi. Og ég upplifi það aftur, aftur og aftur...
Ég á heima hérna. Ég er ákveðin í upplifun minni á heimili mínu. Ég hef aldrei séð það nema í draumum. Og kannski ég sjái það ekki öðruvísi. Stundum loka ég augunum og ímynda mér myrkur. Ég sé ekkert nema ljós. Ljósið virðist skera mig og greina. Ég skil það.
Ég hverf inn í lífið. Vængir mínir hverfa með snjókornunum. Minningarnar flögra með vindinum. Engillinn situr eftir í snjónum. Og ég vakna af draumi inn í annan.  
Kristinn Ágúst
1984 - ...


Ljóð eftir Kristin Ágúst

Lífsins speki I
Ástin einfölduð
Eyðimörk
Lífsins speki II
Eilífðin
að Utan
Kynning
Snertur
Minningar
Lífsvilji
Góða nótt
slúður
Rán
Alheims menning
Þreyttur á öllu-m
Yndislegt kvöld í Reykjavík
Líf á Fróni
Árstíðir
fegurðardrottning
Fyrirmyndarást
Áskorun
Leyfar miðbæjarins
Blóðfórn heimsins
Eftir vinnu
Frekja
Gullnahliðið
milli A og B
Hamfarir
Fanginn af ást
Orðið
Er
Draumur drengs sem upplifir einelti
Tilgangur
Rökleysa
Seinustu sekúndur heimsins
Von skáldsins
Kvöld víman
Líf trúleysingja
Palli var einn í heiminum
Maðurinn er dauður
Hetjusögur
Borgarævintýri
Hugskot
Morn
(ó)rökfærsla þess að við ættum að vera saman
Svenni Og Sigga
Óralangur vegur inn í hjarta þitt.
Ósagður
Varnarræðan virkaði
Talandi um sykur
Told’ya
Draumar