As I silently suffer by your side
Hverf inn í virkið
Snilldarlegt dulargerfið hylur alla sýn
Loka að mér og opna kistuna
Handleik oddkvöss orðin
í leit að fullkomna vopninu
sting í kvikuna
aftur og aftur
sný sverðunum í sárinu
kvel mig og pynta
miskunarlaus
hluti af mér leitar til þín
fálmar gegnum myrkrið veikum mætti
vonar að þú dragir mig upp
umlykir mig með snertingu þinni
umhyggja þín kveiki vonina
bjargi mér frá sjálfri mér
en gerfið er of þykkt
vonleysið grípur mig
ég gefst upp
hinn fullkomni Sadisti
endurtekur sinn fullkomna glæp  
Uglufjöður
1976 - ...
Ég á hryllilega erfitt með að tjá mig um tilfinningar mínar stundum, skrifa þá ljóð og þori stundum að sýna viðkomandi.


Ljóð eftir Uglufjöður

As I silently suffer by your side
Bið
Hrafnsfley
Leyndarmál
Hví?