Hrafnsfley
Ég hef ávallt saknað þín
nú þegar ég hef þig í augsýn
kveiki ég á vita hjarta míns
og vona að hann leiði þig
í mína heimahöfn
að þú leyfir mér
að skola af þér
hrúðurkarla og harm hafsins
og hlekkja þig lauslega
ástarfjötrum
við bryggjuhæl  
Uglufjöður
1976 - ...


Ljóð eftir Uglufjöður

As I silently suffer by your side
Bið
Hrafnsfley
Leyndarmál
Hví?