Hví?
einfalt.

ég elska þig.

þess vegna

hunsa ég stinginn
þegar brynjan lokast
af mínum sökum

rangur hlutur
rangt orð
rangur staður
rangur tími

veit þig reynir
og heldur

en í raun

á ég ekki traust þitt
eða hræðistu sjálfan þig?

læt sem lykilinn gangi að hjarta þínu

varðveiti dýrmæta dropa

Næri hjartað á glópagulli
í dvínandi von

ímynda mér að þú
meinir
sjáir hve sárt það er
og þorir að treysta mér.  
Uglufjöður
1976 - ...
Misnotkun skapar ljóta veggi og sársauka, en það birtir til.


Ljóð eftir Uglufjöður

As I silently suffer by your side
Bið
Hrafnsfley
Leyndarmál
Hví?