Átrúnaður Helga magra
Mjer í öllum önnum smærri,
öllu því, sem snertir friðinn,
hversdagslega' er Kristur kærri; ---

kýs ég heldur forna siðinn
í stórræðum og styrjarferðum,
er stáli' er beitt og höggvið sverðum,

og eigi' er tóm að gefa griðin; ---
þá er betra' á Þór að heita,
þar er meira trausts að leita.  
Grímur Thomsen
1820 - 1896


Ljóð eftir Grím Thomsen

Ólund
Þrír viðskilnaðir
Huldur
Á Glæsivöllum
Rakki
Vörður
Arnljótur gellini
Á sprengisandi
Skúlaskeið
Ólag
Landslag
Á fætur
Heift
Sólskin
Átrúnaður Helga magra
Bergþóra
Álfadans