

Það er gott að leggjast til svefns
eftir að hafa skapað heiminn
á kvöldgöngu
Fara yfir sköpunarverkið
á hundavaði
og skoða síðustu breytingar
Velta fyrir sér leiðunum
Hver er bezt; styzt
Vita þó ekki um áfangastaðinn
Tíkina tek ég ekki með í þessar kvöldgöngur
því skepnur trufla sköpun heima
Þær eru eitthvað svo mannlegar
eftir að hafa skapað heiminn
á kvöldgöngu
Fara yfir sköpunarverkið
á hundavaði
og skoða síðustu breytingar
Velta fyrir sér leiðunum
Hver er bezt; styzt
Vita þó ekki um áfangastaðinn
Tíkina tek ég ekki með í þessar kvöldgöngur
því skepnur trufla sköpun heima
Þær eru eitthvað svo mannlegar