Að skapa heima
Það er gott að leggjast til svefns
eftir að hafa skapað heiminn
á kvöldgöngu

Fara yfir sköpunarverkið
á hundavaði
og skoða síðustu breytingar

Velta fyrir sér leiðunum
Hver er bezt; styzt
Vita þó ekki um áfangastaðinn

Tíkina tek ég ekki með í þessar kvöldgöngur
því skepnur trufla sköpun heima
Þær eru eitthvað svo mannlegar
 
Kristjón
1970 - ...


Ljóð eftir Kristjón

Spor
Leit
Hver er maðurinn?
Framíköll
Klukkutími
Orðabækur
Insomnia
Trúður glatast
Valkyrjur
Starfskraftur óskast!
Jöfnuður
Yfir öxlina
Þægilegur maður og notalegur
Ég veit vel að ég er til
Stór kaupmaður
adjö
Hvað eru skáldin að fela?
Heigull
Að skapa heima
Samvizka
Nóttin
Helgi