Einu sinni var...
Ég sit ein og niðurbrotin,
spái í hvað þú viljir.
Öskra, kalla og æpi en ekkert gerist.
Þrái að finna fyrir nálægð þinni.
Finna fingur þína snerta nakinn líkama minn.
Finna augu þín afklæða mig,
láta bros þitt bræða mig.
Ég vil hafa þig hjá mér alltaf.
Svo við getum kúrað,hlegið,verið saman.
Láta ást þína umvefja mig alsælu og gleði.
Heyra andardrátt þinn er ég sef.
Ég þrái þig svo heitt.
En sumt verður aldrei og kaldur veruleikinn kemur aftur.
ÞÚ ERT Í BLÓMA LÍFS ÞÍNS FÍFLIÐ ÞITT,
kallar hugur minn til mín.
Ég fatta að þú sért ekki þess virði að eyða dýrmætum tíma mínum í.
spái í hvað þú viljir.
Öskra, kalla og æpi en ekkert gerist.
Þrái að finna fyrir nálægð þinni.
Finna fingur þína snerta nakinn líkama minn.
Finna augu þín afklæða mig,
láta bros þitt bræða mig.
Ég vil hafa þig hjá mér alltaf.
Svo við getum kúrað,hlegið,verið saman.
Láta ást þína umvefja mig alsælu og gleði.
Heyra andardrátt þinn er ég sef.
Ég þrái þig svo heitt.
En sumt verður aldrei og kaldur veruleikinn kemur aftur.
ÞÚ ERT Í BLÓMA LÍFS ÞÍNS FÍFLIÐ ÞITT,
kallar hugur minn til mín.
Ég fatta að þú sért ekki þess virði að eyða dýrmætum tíma mínum í.