Lítið ástarljóð
Ástarljóð til þín ég yrki á blaðið
ómþíður blærinn bærist til mín,
í þögulli bæn þá upp hef ég staðið
í einmannleik kom ég til þín.
´Þú varst sem engill af himninum sendur
svannanum unga með eldheita þrá
dansandi svíf ég um draumanna lendur
dásamleg veröld er þá.
Merlaður máninn og stjörnurnar blika
magnast þá ástin er dagurinn dvín,
nálæg er nóttin ekki má hika
nú er ég kominn til þín.
ómþíður blærinn bærist til mín,
í þögulli bæn þá upp hef ég staðið
í einmannleik kom ég til þín.
´Þú varst sem engill af himninum sendur
svannanum unga með eldheita þrá
dansandi svíf ég um draumanna lendur
dásamleg veröld er þá.
Merlaður máninn og stjörnurnar blika
magnast þá ástin er dagurinn dvín,
nálæg er nóttin ekki má hika
nú er ég kominn til þín.