Frumburður andskotans
Heyrið mig kveina og kvarta
því kuldi og frost er í hjarta
og illskunnar nöðrur það narta.
Nú tel ég himnana svarta.

Byrjar svo blóð mitt að krauma
og blæðir út góðmennsku auma.
Hatrið mér hefur af tauma
og heltekur sál mína og drauma.

Skuggalegt djöflanna skvaldur
mig skæðir um ævi og aldur.
Orðinn er vonskunnar valdur;
vægðarlaus, stífur og kaldur.  
Ari Freyr Kristjánsson
1986 - ...
september '08


Ljóð eftir Ara Frey

Þú ert hálfviti
Hvað ertu að hugsa?
Útrás
Morgunljóð
Ég nenni ekki neinu
12. júlí í Klambragili
Rifrildi hjarta og hugar
Stelpur
Nýtt nafn
Stundum
Ferðalöngun
Örlaganornirnar
Hamingjan
Ef ég væri Guð
Ástarþrá
Ritstífla
Ástir og eirðarleysi
Frumburður andskotans
Haustun
Þunglyndi
Pirringur