Kyrrð
Kyrrð, ekki truflun.
Heitir haustlitir klæða sig í hvíta fönn.
Kyrrð.
Ég horfi í augu þín,
meðan þú lest af vörum mínum, kyrrð.
Kyrrð, ekki truflun í hvunndaginn.
Kyrralíf vetrar klæðir þrá vorsins í klakabönd um sinn.
Kyrrð, ekki truflun.
Ekki vængjasláttur fiðrilda.
Þau eru lögst í vetrardvala.
Kyrrð, ekki truflun.
Um þessa þrá sem vakir með mér
syng ég með sál minni í hljóði.
Kyrrð, þessi þrá leggst í dvala,
í kyrrð vetrarins,
en deyr ekki.
Heitir haustlitir klæða sig í hvíta fönn.
Kyrrð.
Ég horfi í augu þín,
meðan þú lest af vörum mínum, kyrrð.
Kyrrð, ekki truflun í hvunndaginn.
Kyrralíf vetrar klæðir þrá vorsins í klakabönd um sinn.
Kyrrð, ekki truflun.
Ekki vængjasláttur fiðrilda.
Þau eru lögst í vetrardvala.
Kyrrð, ekki truflun.
Um þessa þrá sem vakir með mér
syng ég með sál minni í hljóði.
Kyrrð, þessi þrá leggst í dvala,
í kyrrð vetrarins,
en deyr ekki.