Syndir mínar
Fyrirgefðu augum mínum, þau litu fegurð þína við dagrenningu.
Fyrirgefðu höndum mínum, þær snertu hörund þitt í morgunsárið.
Fyrirgefðu ást minni, hún grét með morgundögginni.

Fyrirgefðu draumum mínum, því þar man ég enn angan fegurðar og djúpbláma augna þinna.

Í nótt varstu draumurinn minn eini.
 
Viðar Kristinsson
1960 - ...


Ljóð eftir Viðar Kristinsson

Steinhjartað
Snerting
Í kvöld
Regnboginn
Draumur
Án fyrirheita
Haustvindurinn
Allir litir himinsins
Kyrrð
Stjörnur
Undir vesturhimni
Undir vetrarhimni
Engladans
Kristalstár
Sólstafir
Einstigi
Tilvera
Vorvísa
Hvíslaðu
Hljómfall
Stemming
Ljósbogi
Áttir
Kaldi
Líf
Syndir mínar
Fjarlægðin
Grátur englanna