Kyrrð
Kyrrð, ekki truflun.
Heitir haustlitir klæða sig í hvíta fönn.

Kyrrð.
Ég horfi í augu þín,
meðan þú lest af vörum mínum, kyrrð.

Kyrrð, ekki truflun í hvunndaginn.
Kyrralíf vetrar klæðir þrá vorsins í klakabönd um sinn.

Kyrrð, ekki truflun.
Ekki vængjasláttur fiðrilda.
Þau eru lögst í vetrardvala.

Kyrrð, ekki truflun.
Um þessa þrá sem vakir með mér
syng ég með sál minni í hljóði.

Kyrrð, þessi þrá leggst í dvala,
í kyrrð vetrarins,
en deyr ekki.
 
Viðar Kristinsson
1960 - ...


Ljóð eftir Viðar Kristinsson

Steinhjartað
Snerting
Í kvöld
Regnboginn
Draumur
Án fyrirheita
Haustvindurinn
Allir litir himinsins
Kyrrð
Stjörnur
Undir vesturhimni
Undir vetrarhimni
Engladans
Kristalstár
Sólstafir
Einstigi
Tilvera
Vorvísa
Hvíslaðu
Hljómfall
Stemming
Ljósbogi
Áttir
Kaldi
Líf
Syndir mínar
Fjarlægðin
Grátur englanna