Sólstafir
Þú sást að það stirndi á hjarnið undir bláhvítri fönninni.
Þú sást gyllta sólstafina dansa í
snjónum og frostrósirnar myndast í glerinu.

Ég sá þetta ekki.

Ég sá aðeins ímynd engils speglast í rúðunni þegar við sátum saman við gluggann í vetrarsíðdeginu og horfðum á kaldann.

Við erum að bíða eftir vorinu.
 
Viðar Kristinsson
1960 - ...


Ljóð eftir Viðar Kristinsson

Steinhjartað
Snerting
Í kvöld
Regnboginn
Draumur
Án fyrirheita
Haustvindurinn
Allir litir himinsins
Kyrrð
Stjörnur
Undir vesturhimni
Undir vetrarhimni
Engladans
Kristalstár
Sólstafir
Einstigi
Tilvera
Vorvísa
Hvíslaðu
Hljómfall
Stemming
Ljósbogi
Áttir
Kaldi
Líf
Syndir mínar
Fjarlægðin
Grátur englanna