Kristalstár
Ef þú grætur í regninu,
þá skolar regnið burtu tárum þínum.

Ef þú grætur í þokunni‚
þá hylur svört þokan andlit þitt.

Ef þú grætur í sólinni,
þá þurrkar sólin burt sölt tárin.

Ef þú grætur í frostinu,
þá spegla ég mig í frosnum tárum á kinnum þínum.
Og þegar ég strýk vanga þinn þá brotna þau eins og hjarta þitt.

Ekki gráta.
Þá brotnar ekki hjarta þitt.
 
Viðar Kristinsson
1960 - ...


Ljóð eftir Viðar Kristinsson

Steinhjartað
Snerting
Í kvöld
Regnboginn
Draumur
Án fyrirheita
Haustvindurinn
Allir litir himinsins
Kyrrð
Stjörnur
Undir vesturhimni
Undir vetrarhimni
Engladans
Kristalstár
Sólstafir
Einstigi
Tilvera
Vorvísa
Hvíslaðu
Hljómfall
Stemming
Ljósbogi
Áttir
Kaldi
Líf
Syndir mínar
Fjarlægðin
Grátur englanna