Að hausti
Um morgun, að hausti sá ég hann fyrst.
Fallegur gekk hann til mín að bíða eftir strætó.
Kinkuðum kolli til hvors annars.
Endurtekið aðra hverja viku.

Daginn sem snjóaði talaði hann til mín.
Falleg röddin veitti notalega samveru.
Ég hlakka til að hitta hann aftur,
hvert sinn sem ég tek strætó.  
Mors
1952 - ...
13.10.2008


Ljóð eftir Mors

Morgun
Útsýni.
Brosið
Lífið
Hádegishlé
Leiðsögn í gegnum lífið.
Að hausti
Í skápnum