Heimspekin
Heimspekin lömuð haltrar út,
heldur sjóndauf og niðurlút
þrammar í þessu landi;
himin og stjörnur hvörgi sér,
horfir einatt í gaupnir sér,
jörðin er hennar andi;
ég sný af því
ofaná bóginn, elti plóginn
undan skúrum,
stundum ég sofna með drauma dúrum.

Margbreytin vofa birtast kann,
breytilig sýnist náttúran
vera í vöku' og svefni;
en ég vil hafa fátt um flest,
fjölhæfni trúi' ég auglýsist
hennar í hvörju efni;
ég finn um sinn
hæsta dýr í heimi býr,
sem heitir Maður,
mörg er þess athöfn og merkistaður.  
Eggert Ólafsson
1726 - 1768


Ljóð eftir Eggert Ólafsson

Heimspekin
Lærdómsundur
Heimþrá
Hestasæla
Píkuskrækur
Ísland ögrum skorið
Málverk