Unnsteinninn
Ég er steinninn í fjörunni
sem aldan kastar fram og aftur
en vill aldrei fara frá ströndinni.

Og því lengur sem ég velkist hér
því meira mun ég unna þér
og heimurinn að slípa mig
fyrir þig.

Ég er steinninn í fjörunni
sem fínpússaður fýsir í kyrrð
en fær aldrei frið á föstu landi.
 
Magnús
1989 - ...


Ljóð eftir Magnús

Utanseilingarást
Ástarsorg stærðfræðingsins
Unnsteinninn
Tje-ást
Að lestri loknum
Ljóðin mín og fangelsi ástarinnar.
alvöru ísland