Ljóðin mín og fangelsi ástarinnar.
Það væri frábært fyrir geð
að fást við aðra hluti en ást
í orðum og stöfum stirðum.
Þó á stundum, orðum bundnum
hef um vindinn, ljós og löndin,
óða mína látið hljóða.
En það er sama um hvað ég kveð
hvert ljóð mitt veit á ástaróð.
 
Magnús
1989 - ...


Ljóð eftir Magnús

Utanseilingarást
Ástarsorg stærðfræðingsins
Unnsteinninn
Tje-ást
Að lestri loknum
Ljóðin mín og fangelsi ástarinnar.
alvöru ísland