Einmanaleiki
Ég ætla hér að semja um löngu liðna tíð,
sem uppsker einstakt tár, er rifjast rödd þín þýð.
Ég áfram verð að halda, og skrifa um það allt,
og kannski hitnar hjarta, sem löngu er orðið kalt.

Í gamla daga yljaði þitt bros mínar hjartarætur,
og oft báru þeir heim til þín mínir vongóðu fætur.
Við nóttina vermdum, og settum roða í vanga þinn,
og í morgunsárið kveðju ég kyssti á þína kinn.

Á daginn við hlupum, engjunum grænu á,
og stundum inn í hella við urðum bara að gá.
Í eplatrén við stálumst og upp við átum öll,
..fengum magapínu, sem uppskar hlátrarsköll.

Með hjartað fullt af ást ég í grænu augun þín leit,
og fann að tilfinningin til þín var orðin ansi heit.
Ég vonaði að aldrei úr örmum þínum ég þyrfti að fara,
en lútaði í lægra haldi er úr hernum kom mín krafa.

Af blóði og byssuhvellum ég fljótt fékk ógeð á,
og rifjaði upp gleðistundir á stundum sem og þá.
Að vita af þér einni var sem hnífsstunga í hjarta mitt
og hefði ég barist harðast, þótt sjálfan kölska hefði hitt.

Gleði minni að komast heim ég illa gat leynt,
en komst þá að þeim hryllingi að það var orðið of seint.
Fyrir um hálfu ári, í vetrarkulda, um nótt,
þú andaðist úr þeim sjúkdómi, sem kallast hitasótt.

En það máttu vita, þú ást mín eina,
að aldrei á minni einmana ævi, ég mun þér nokkurn tímann gleyma.
Á hverjum degi ég heimsæki gröf þína kalda
og vona að brátt ég komi til þín, til himna ég mun halda.
 
Heiðrún Fivelstad
1994 - ...


Ljóð eftir Heiðrúnu

Einmanaleiki
Perla Ósk
Sandra Dögg
Stærðfræðikennarinn
Náttúrufræði
Heiðrún
Sally
Guðs Öngulþveiti
Skólapúkinn
Tyggjóklessan
Í nótt
Skólastjórinn