Stærðfræðikennarinn
Í tíma skundaði ég mér, flýtti mér hratt,
orðin of sein í stærðfræði, það er nú svart.
Erla kom á móti mér, það er alveg satt,
og á höfði hafði hún barðastóran hatt.

Sótrauð var hún í framan, það boðar ekki gott,
þótt mér fannst hún með hattinn, nokkuð flott.
Með kreppta hnefa og sökuð dott,
ég hlustaði á hana með lítinn áhugavott.

Loks í tíma ég fór til að læra um form,
þótt ég myndi frekar vilja læra um orm.
Í tímanum endalaus læti, óp og köll
og ég sver, að frá Erlu kennara komu þau öll.
 
Heiðrún Fivelstad
1994 - ...


Ljóð eftir Heiðrúnu

Einmanaleiki
Perla Ósk
Sandra Dögg
Stærðfræðikennarinn
Náttúrufræði
Heiðrún
Sally
Guðs Öngulþveiti
Skólapúkinn
Tyggjóklessan
Í nótt
Skólastjórinn