Afbrýði
Áður óþekkt tilfinning
vefur sig hægt og hljóðlega
upp og yfir skynsemina.

Endalausir möguleikar og rammar
upplýsast og varpa ljósi á
það sem ætlað er.

Sambönd rofna og vírar víxlast
án gagnvirkra boða þar sem
skilningur ríkir á kerfinu.

Skrumskræling í huganum
þar sem ójafnvægi ræður för
kallar á harkalegt mótsvar.

Endalaus réttlæting auk feluleiks
þar sem hinn fullkomni heimur
er skapaður.

Situr í myrkrinu án týru
áttavilltur einstaklingurinn
skilningssljór og undrandi.

Fórnarlamb eigin hugarástands.  
Garr
1970 - ...
2008


Ljóð eftir Garr

Ekkert
Á æskuslóðum
Konan í glugganum
Eiginkona
Væðing
Stéttaskipting
Hringrás
Útrás
Spurning
Hátíðarstemmning
Örlög
Engill
Skal ósagt látið
Afbrýði
Alltof algengt
Forysta
Myntkarfan
Hornafjörður
Á afmæliskortið