

Bráðum læðist dagurinn
hljóðlega
upp í rúm næturinnar
og kyssir hana
oggulétt á vangann.
Bráðum brosir hún
blíðlega,
roðnar í kinnum
og faðmar hann
þétt að sér.
Eina örskamma eilífð
mætast augu þeirra.
Svo sparkar hann henni
út
úr himnasænginni
og kveikir ljósið.
hljóðlega
upp í rúm næturinnar
og kyssir hana
oggulétt á vangann.
Bráðum brosir hún
blíðlega,
roðnar í kinnum
og faðmar hann
þétt að sér.
Eina örskamma eilífð
mætast augu þeirra.
Svo sparkar hann henni
út
úr himnasænginni
og kveikir ljósið.