

Löng líðandi andartök hvíla yfir mér í dimmu herberginu, þau þrengja fastar og fastar að mér þar sem ég ligg næstum eins og frosið lík í rúmin. Það verður þrengra og þrengra eftir því sem skuggar næturinnar verða dekkri og dekkri. Rót hins ljúfa dags með sínum sætu myndum hverfur mér sjónum og breytist í dökkgráa veru sem stekkur á móti mér og gleypir mig í sig. Heimurinn er mér horfinn, himininn ranghvolfir augunum og hlær, hlær þar sem ég sekk niðrí sótsvarta djúpið. Það eina sem ég á eftir um minningu heimsins er dökkur sveipur ógnarinnar sem hratt mér út í þetta brennandi eldhaf dauðans.