ÉG MAN
Ég man fyrir löngu,
að ég brosti út af engu.
Ég sat bara og horfði
á götunnar tóm.
Sá laufblöðin fljóta
í örlitlum lækjum,
á dimmum degi
við rigningaróm.


Ég las í þitt hjarta
og þú engist um í dögun.
Þú grætur bara og sérð
ekki lífsins blóm.
Sérð hyldýpið nálgast
í örlitlum straumum,
á dimmum degi
við rigningaróm.


En þú, vinur minn
átt hjarta mitt allt
og ég verð hjá þér
í gegnum það allt.
Þú, vinur minn
átt hjarta mitt allt.
Ég, ég verð hér
í gegnum það allt.
Ég man...  
Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
1978 - ...


Ljóð eftir Ásbjörgu Ísabellu Magnúsdóttur

Þrælar.
ÉG MAN
VIÐ
ÓRÓTT
ALDREI
TRÚIR ÞÚ Á ENGLA
SAKLAUS
LJÚFSÁR MARTRÖÐ
ÚTSPRUNGIN RÓS
TRÚIN OG VONLEYSIÐ