

Ég man fyrir löngu,
að ég brosti út af engu.
Ég sat bara og horfði
á götunnar tóm.
Sá laufblöðin fljóta
í örlitlum lækjum,
á dimmum degi
við rigningaróm.
Ég las í þitt hjarta
og þú engist um í dögun.
Þú grætur bara og sérð
ekki lífsins blóm.
Sérð hyldýpið nálgast
í örlitlum straumum,
á dimmum degi
við rigningaróm.
En þú, vinur minn
átt hjarta mitt allt
og ég verð hjá þér
í gegnum það allt.
Þú, vinur minn
átt hjarta mitt allt.
Ég, ég verð hér
í gegnum það allt.
Ég man...
að ég brosti út af engu.
Ég sat bara og horfði
á götunnar tóm.
Sá laufblöðin fljóta
í örlitlum lækjum,
á dimmum degi
við rigningaróm.
Ég las í þitt hjarta
og þú engist um í dögun.
Þú grætur bara og sérð
ekki lífsins blóm.
Sérð hyldýpið nálgast
í örlitlum straumum,
á dimmum degi
við rigningaróm.
En þú, vinur minn
átt hjarta mitt allt
og ég verð hjá þér
í gegnum það allt.
Þú, vinur minn
átt hjarta mitt allt.
Ég, ég verð hér
í gegnum það allt.
Ég man...