SAKLAUS
Eitthvað fallegt snertir mig,
Sækir í mig seka.
Ef ég gæti faðmað þig,
Tárin myndu leka.


Draumar, vonir tæla mig.
Til betri heima sækja.
Alltaf mun ég hugsa um þig,
Þótt allir á mig hrækja.


Barnið brothætt fyllti mig,
Lét mig læra að velja.
Lét mig velja að drepa sig.
Það ég kaus að kvelja.


Draumar, vonir fangandi.
Finnst ég verða að fara.
Þú sem hélst mér gangandi,
Eina vonin Sara.  
Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
1978 - ...


Ljóð eftir Ásbjörgu Ísabellu Magnúsdóttur

Þrælar.
ÉG MAN
VIÐ
ÓRÓTT
ALDREI
TRÚIR ÞÚ Á ENGLA
SAKLAUS
LJÚFSÁR MARTRÖÐ
ÚTSPRUNGIN RÓS
TRÚIN OG VONLEYSIÐ