horfi um öxl
Hér sit ég með þessum vanþakkláta manni
hugleiði margt og mikið

Ég er með líf innra með mér og er svo hamingjusöm með það finnst ég svo lukkuleg og hlakka til full af ást - vildi óska þess að ég gæti deilt því með einhverjum sem myndi gleðjast með mér

Hans hugsanir svo ljótar og neikvæðar - gerir mig svo sorgmædda

flý á hólm gamalla minninga sem reynast mér svo dýrmætar á svona stundu -

Ég hugsa til þín sem hugsaðir alltaf svo vel um mig hve ég sakna þess að fá rós í rúmið - undirstrikuð ljóðin í litlum spakmælisbókunum - fallegu orðin sem þú helltir yfir mig þú varst eins og barmafullur bikar af ást sem flæddi ótakmarkað yfir mig og hlýjaðir mér með kærleika þínum þvoðir mér með þinni hjartans einlægni - eldaðir fyrir mig - gafst mér skart og allt sem þú gast mér gefið - ég hugsa um bréfið sem þú sendir - þig dreymdi mig ólétta ganga með fram sjónum með þér - svo stoltur - þú varst mér alltaf svo góður -

ég hugsa til baka og ég hugsa hvar ég er nú

ég sakna umhyggju arma þinna - hlýju orða þinna því það er það sem ég finn að ég þarf í dag

og það er eitthvað sem hann virðist ekki geta veitt mér núna - kannski seinna

Þér finnst það kannski skrítið en ég elska hann - hann hefur sína kosti

ég sakna þess bara að finna að ég sé elskuð með fallegum orðum - hlýjum örmum - af einlægni og ást

ég finn það á annan hátt - ég veit það bara - þegar ég horfi í augun hans - en þannig held ég að það verði bara alltaf - hann elskar ekki róman-tíkina

Samt sem áður hef ég stundum þörf fyrir að heyra það - finna hlýja snertinguna - fallegu orðin - sem koma af hjartans einlægni - það gefur gleði - það gefur trú - það gefur traust - það er fallegt - sakna róman-tíkar

Hvað er fegurð ? eru það ljót og neikvæð orð ?

Fegurð eru falleg og hlý orð sem koma af hjartans rótum

Ég jafna mig

á svona stundum horfir maður sjálfur á það neikvæða

En svo koma tímar sem eru betri og þá er þetta gleymt og grafið

En minningarnar sem þú gafst mér eru dýrmætar þær hjálpa mikið á svona stundu - þær hverfa aldrei -þú gafst mér fegurð - sem ég bý að alla ævi - þakka þér fyrir elsku vinur að hafa elskað mig svona heitt - að hafa sýnt mér það á allan þann máta sem þér var mögulegt - ég veit hvernig það er að vera elskuð í verki

ég hugsa oft til þín - engillinn minn-hvíl í friði








 
röskva rán
1977 - ...


Ljóð eftir röskvu

MiSsir
TVeIR HeiMar
Tár
VeGaM'Ot
PerLan
PrINsINN
BleSSun
EkKi LeitA og Þú Munt FiNna
sms
yogi
náttúran
Önnur vídd
draugar fortíðar
horfi um öxl
litla hjartad