Kveðjumst
Stélbrotinn svíf ég stjórnlaus
veit ekkert hvert ég stefni


draumar drepa þig ekki
þó þeir geti drekt þér í svefni


ég sakna lífsins
þó enþá ég andi
lífsins sem var
ekki fast í þessu stutta bandi


eftir að þú bast mig
er ég hættur að þreka
von mín hún dó
til frekari afreka


mig dreymir um sjálfan mig
að lifa mína drauma


þeir eru alltof stórir á þig
passa ekki á
þínar stefnur og strauma


hnútar eru til að leysa þá
hversu vel böndum eru búnir


þú verður að
reyna skilja og sjá
að mín megin eru þeir fúnir


Endalaus væl
um vandamál útaf ekki neinu


ég kveð þig með stæl
nú geturðu haft allt þitt á hreinu


Temdu á þér tunguna
eða tyggðu hana og kyngdu


svo lengi sem þú segir ekki neitt
þá endilega hringdu


vertu því sæl að sinni
þú ferð bara ekki
framtíðinni minni


 
zaper
1984 - ...


Ljóð eftir zaper

Upplifun
Móðir
Fallegu lömbin
Fæðing dags.
Hvar verða rímur til?
Fugl óféti
PS.
Gaulandi kettlingur
Örbylgja I
Örbylgja V
Kveðjumst