Stiklur.
Stansar Gestur tíma tvo
tekur skarpt í nefið.
Lætur frúna þvottinn þvo
þusar mikið og tyggur skro.
Meira gera tíu en tveir
tugur meir en átta.
fimmtungur er mikið meir
mærðarfullur sagði Geir.
Sló á engjum Jökull Jarl
jafnan kunni réttu tökin
Í nesti hafði snittu snarl
snöggur á lagið þessi karl.
Karl einn skrítinn birtist brátt
bragi hann góða semur.
Stamar mikið hefur hátt
hugsuður og segir fátt.
Mjög svo fátt í fréttum er
fyrna snjór til heiða.
Mörg voru böllin haldin hér
heima er best að una sér