Draumur
Ljúfar varir þínar renna niður líkama minn
finn það með kítli, hve mjúkar þær eru.
Ljúfur koss læðist með, mjúkur og blautur
finn tungu leika, stríða, um líkamann og brjóstin beru.

Ljúf snerting, fingurgómarnir renna eftir líkamanum
finn hvernig þeir kítla mig, ég skelf, titra.
Ljúf tilfinning, berir líkamar snertast
finn spennuna og gæsahúðina á líkamanum ytra.

Ljúfur og hlýr andadráttur, læðist eftir líkama mínum
finn að hann verður dýpri og eykst smá.
Ljúfur og stífur vinur, læðist að, þrýstist inn
finn hana verða blauta og mjúka, vá.

Ljúf kvöldstund, rökkur og rigning úti
finn regndropana lenda líkama mínum.
Ljúfur draumur, vakna nú, ohh ekki aftur
finn sorgina, söknuðinn, eftir líkama þínum.
25.04.09
 
Kolbrún Heiða
1981 - ...


Ljóð eftir Kolbrúnar Heiðu

Stjörnuskot
Líf mitt
Draumur
Tilfinningin
Söknuður
Söknuður