Tilfinningin
Lokaðu augunum, findu mig.
Findu lyktina, snertinguna, kossinn,
þegar tungan mín leikur léttilega við þig.
Heyrðu andardráttinn minn, þungan og ákveðinn,
findu hann, hvernig hann lendir á hálsi þínum.
Heyrðu mig missa tökin, þar sem öndunin
verður óreglulegari og hraðari.
Findu fiðringinn í líkamanum, njóttu hans,
leyfðu þér að finna löngunina, njóttu hennar.
Farðu í gegnum líkamann, allar langanir, tilfinningar,
leyfðu þér að sleppa huganum.
Þrái þig nú meir en allt, tilfinningin hleypur um líkamann,
eins og fullnæing sem er alveg að koma.
Kossinn, tungan, andadrátturinn, hugurinn
allt hleypur saman í eitt á endanum, fullkomnun.
25.04.09

 
Kolbrún Heiða
1981 - ...


Ljóð eftir Kolbrúnar Heiðu

Stjörnuskot
Líf mitt
Draumur
Tilfinningin
Söknuður
Söknuður